Bella union Úrúgvæ

Litlu tjarnirnar eru teknar fyrst og oftast heill dagur en í
þessari ferð var lítill tími og aðeins
hálfur dagur tekinn, þarna undir trjánum er
grillað á meðan við röltum á milli
tjarna og veiðum
.JPG)
Lítill Hoplias en þeir eru í flest öllum
tjörnunum
.JPG)
Þessi Hoplias orðinn aðeins stærri og tennurnar
orðnar stórar og beittar
.JPG)
Aðal karlinn í ferðunum Felipe, að leita að
Apistogramma síkliðum
.JPG)
Apistogramma borelli, lengd ugga og slörmyndun á sporði
gefur til kynna að þetta sé gamall hængur.
Einhver lítil síkliða í netinu
.JPG)
Hrygna af Apistogramma borelli
.JPG)
Þetta unga par af Apistogramma borelli veiddist saman
.JPG)
Ég veit ekki fjöldann af tjörnum á þessu
svæði en þær eru margar og alltaf fullar
af gróðri
.JPG)
Apistogramma commbrae hængur, hrygnan er gulleit eins og
hrygnan
hjá borelli en þekkist á svörtu línunum
sem eru á neðri hluta fisksins
.JPG)
Cichlasoma dimerus
.JPG)
Það er gaman að rölta á milli tjarna
og skoða lífríkið sem getur verið mjög
mismunandi þótt aðeins metrar skilji þær
að
.JPG)
Hnífafiskur líklegast í fullri stærð
þar sem ég hef veitt hann í tugatali og alltaf
í sömu stærðinni
.JPG)
Sami fiskur séður á hlið
.JPG)
Þessi tegund af hnífafisk verður talsvert stærri
hef veitt hana um 30 cm
.JPG)
Þarna er slatti af cayman krókódílum
en þeir sjást ekki nema maður óvart fái
hann í net eins og gerðist hjá okkur 2013
.JPG)
Characidium rachovii
.JPG)
rauðugga tetra
.JPG)
tetru bland
.JPG)
Miðað við allan gróðurinn þá
er furðulegt hversu marga fiska maður getur veitt í
svona tjörn en þeir geta skift hundruðum
.JPG)
Lítil en flott tetra sem hefur svipaða liti eins og
corydoras hastatus og lifir á sömu slóðum
svo líklegast græðir hún á því
.JPG)
Corydoras hastatus. Þessari tegund leitaði ég
aðeins að en alltaf á vitlausum stöðum
þær synda rétt undir gróðrinum og
veiðast því eins og tetrurnar, en ég vildi
ekki veiða tetrur svo ég veiddi enga
.JPG)
Apistogramma borelli kominn í myndabúrið
.JPG)
Það væri hægt að eyða nokkrum dögum
í að kanna allar tjarnirnar og alltaf veiðum við
eitthvað nýtt í hverri ferð, og annað
sem er skemmtilegt er að tjarnirnar breytast á milli
ára bæði í fisk og plöntum
.JPG)
Eitt af þeim kvikindum sem kom í háfinn sem
maður þekkir ekki
.JPG)
Lótus