Bella union Úrúgvæ
Þjóðgarður sem er með landamæri
að
Úrúgvæ, Brasilíu og Argentínu
Frá þorpinu í Bella Union tekur nokkrar mínútur
að komast á slóðann
sem liggur að stærri vötnunum sem má veiða
í
Hér er bílnum lagt og bílstjórinn
fer í það að gera matinn klárann
Árið á undan var hér allt á floti
og eitt stórt vatn, en núna var hægt að
vaða yfir þar sem vegurinn er
Í næstu vötnum er griðastaður fyrir
cayman krókódíla svo við fáum
ekki að veiða þar en þessi tvö vötn
eru meira en nóg
Vegna þess að við vorum með plön að
stoppa stutt við vötnin þá var ekki grillað
eins og alltaf heldur var boðið upp á skrítnar
brauðkökur sem voru fullar af skinku og osti og komu
verulega á óvart
Eftir át og enn með brauð í hendi þá
byrjaði ég að nota kastnetið á meðan
hinir voru enn að borða, ein af fjölmörgum tegundum
sem ég þekki ekki ennþá
Svipuð tegund en styttri og með doppur
Síðan kom ein rákótt
Maculatus pírana kom á land
Og tvær í næsta kasti
Loks kom ein sem ég hélt vera spilopleura en liturinn
passaði ekki alveg, þetta reyndist vera Pygocentrus
nattereri eða red belly pirana, suðræna formið
af þessari tegund er með gulan maga
Í sumum köstum koma torfufiskar
Þessi tegund er ein sú viðkvæmasta sem
kemur í netið og þar að hafa snöggar
hendur svo hún lifi af veröldina, en hún glitrar
skemmtilega og væri flott í búri en hún
er of viðkvæm fyrir þá flutninga
Crenicichla scottii hængur, þessi tegund er frekar
ákveðin og getur barið frá sér stærri
fiska í búrum
Cichlasoma dimerus í furðulegum gráum lit
Loksins kom hrygna af Gymnogeophagus balzani í netið
og komu
nokkrar í röð í nokkrum köstum, þar
sem þessi vötn eru uppeldisstöðvar fyrir píranategundir
og aðra ránfiska þá er algengt að
uggar og sporður séu hálf étinn á
fiskunum
Og stuttu seinna var kominn hængur Gymnogeophagus balzani
upp á land, einn af mínum uppáhalds fiskum
frá Úrúgvæ
Loricara eða ættingi, það eru mjög margar
tegundir sem líta flestar svipað út og þetta
er heldur ekki mín sterkasta grein
Ungur Gymnogeophagus balzani
Hoplias ránfiskur sem einhver hefur verið búinn
að narta í
Smáfiskur
Loricara eða ættingi
Hér er Ken félagi með tvær maculatus pírana
í netinu að skoða hvort eitthvað annað
sé í því, en það kostaði
helling af götum í netið, það heyrist
þegar tennurnar skella saman þegar þær
eru á landi
Ungur Gymnogeophagus
Lítill kattfiskur
Einn af svokölluðum banjó kattfiskum
Loks kominn tími á að draga stóra netið
og sjá hvað vatnið hefur að geyma
Sökum þess hversu leirkendur botninn var þá
var minnsti og léttasti maðurinn sendur út með
netið
Fyrsta holl gaf vel af smáfiski, þarna sjást
hrygnur af Gymnogeophagus balzani og ein Crenicichla scottii,
Loricara og eitthvað fleira
Þegar netið er dregið upp úr vatninu þá
verðum við að vera snöggir að skoða og
draga það út aftur því fiskarnir
þola ekki að vera lengi í kremju og steikandi
sól
Hér er charax tegund, vatnið var frekar brúnt
og virðast fiskarnir oft vera litlausir við þær
aðstæður
Stakur leporinus sem kom úr netinu
Hér er aftur búið að senda John á
kaf og var mjög fyndið að sjá hann berjast
við að halda hausnum upp úr vatninu þegar
dýpið var orðið mikið, þar sem löppin
er föst í neðri hluta netsins,
Netið er dregið inn eftir ákveðinni aðferð
svo fiskarnir fari í pokann sem er aftast
Falleg hrygna af Crenicichla saxatilis
Hrygna af Gymnogeophagus balzani með fullan munn af seiðum
og Gymnogeophagus ásamt smáfiski
Ég fékk bara eitt tækifæri til að
taka mynd af hrygnuni með seiðin áður en henni
var sleppt, hefði þurft meiri tíma en hrogna
og seiðafullar hrygnur eiga að fara strax aftur í
vatnið svo þær komi seiðunum upp og stofnarnir
haldist stórir
Hoplias með kattfisk í skoltinum, ég var búinn
að heyra sögur af því að þeir
væru að éta á sig gat þegar þeir
væru í netunum og sá að það
var rétt
Corydoras, þetta afbrigði fær langan sporð
og ugga með aldrinum
Lítill kattfiskur
Gymnogeophagus high dorsal
Cichlasoma dimerus í eðlilegum litum
Flott þessi tetra
Ein af þrem tegundum af barracuda sem þarna finnast
Magnaðar tennur á hraðsyndum fisk
Þessi tegund er sú litmesta
Ekki get ég munað hvað þeir kölluðu
þessa en þeir eiga víst að vera ágætir
til átu
Falleg pírana komin á land
Þarna ýti ég neðri vörinni frá
til að sjá tennurnar sem píranan er svo fræg
fyrir
Og sömu gæði undir efri vör, og síðan
þegar ótrúlegur bitkraftur sem er á
bak við þessar tennur er reiknaður með í
dæmið þá er ekki skrítið að
þær geti rifið fiska og kjöt í sundur
með lítill fyrirhöfn
Crenicichla vittata sem ég tók í kastnet,
frekar sjaldgæf og var aðeins ein önnur veidd í
ferðinni
Bílinn sem tekur okkur í þessar ferðir,
þarna er búið að taka út allan búnað
og frauð kassa sem fiskarnir eru í, vanalega er þetta
troðfullt
Góður eftirmiðdagur búinn á þessum
frábæra stað sem er í norður hluta
landsins svo að eftir þessa veiði voru nokkrir dagar
eftir af ferðinni og endalaust af fiski og fjöri eftir