Náttúrusafn Liptovsky Mikulás
Þetta safn er staðsett við Tatry fjöll í
borginn Liptovsky Mikulás það er ágætlega
uppsett og er ýmislegt gaman að skoða þótt
safnið sé ekki mjög stórt

Safnið er í virðulegu eldra húsi sem hæfir
vel starfseminni

Stórglæsileg bjalla. Nokkur hundruð tegunda
eru af ránbjöllum í Evrópu

Býsvelgur (Merops apiaster) er glæsilegur fugl
sem grefur sér hreiður í moldarbakka

Turnfálki (Falco tinnunculus) (hefur sést hér
á landi)

Leðurblaka. Merkileg dýr sem maður heldur að
séu fuglar þegar maður sér þær
fljúga á kvöldin

Ferskvatnshumar ( Austropotamobius torrentium ) 7-9 cm minnsti
humarinn í ám og vötnum Slovakiu

Gaupa ( Lynx lynx) með bráð

Bjarnarungi ( Ursus arctos ) þessi tegund verður 190-200
cm á stærð

Greifingi ( Meles meles)

Úlfur ( Canis lupus) getur orðið 170 cm á
lengd. ( björn í bakgrunn )