Arroyo Espiniuar


Lítill lækur, brú þarna vinstra meginn og smá flúðir frá henni að lygnu vatni sem var furðu djúpt


Ég fór í þessar litlu flúðir ásamt Paul, ég lyfti steinum og hann fór með net undir og þannig náðum við slatta af fallegum ancistrus sp.


Með þeim flottari ancistrum sem ég hef séð, en því miður tók ég ekki fleiri myndir af þeim því liturinn á þeim sést ekki vel í gegn um pokann


Fyrir ofan brúna var lygna en þéttur skógur gerði manni ókleyft að fara upp með læknum, flestar plöntur voru með þyrna eða gadda svo vonlaust var að labba nema í læknum, en þarna sat bílstjórinn og dorgaði


Kattfiskur kominn á land hjá Pedro bílstjóra


Sæmilegasti fiskur, kom mér á óvart hversu margar tegundir eru af kattfiskum í þessum litlu lækjum og alltaf nýjar og nýjar tegundir


Crenicichla scottii hængur,
þetta er algengasta Crenicichlan í Úrúgvæ og finnst mjög víða


Crenicichla scottii hrygna,
þær eru aðeins mismunandi eftir svæðum en samt alltaf þekkjanlegar


Þessi smáfiskur var um 10 cm


Dregafluga á skrítinni plöntu


Eitt af fáum fiðrildum sem ég sá í ferðinni, það eru svo miklar gras sléttur undir allan búbeninginn að lítið er um villigróður og blóm og gæti það verið ástæðan að ég varð lítið var við skordýr og ættingja


Callicore clymena 4 cm
Léleg mynd enginn fókus en fiðrildið var farið áður en ég gat tekið aðra mynd, en ástæðan fyrir því að myndin kemur hér er sú að árið 1981 sá ég svart hvíta mynd af þessu fiðrildi sem heillaði mig, ástæðan er sú að á hvíta hluta vængjanna er talan 88 og það þótti mér ótrúlegt,

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is