Froskaleit eftir hitabylgju
Þegar hitabylgja fór yfir stóran
hluta Evrópu var þurkur talsvert meiri heldur en góðu hófi gengdi.
Ég varð áþreyfanlega var við það þegar ég heimsótti Devin kastlala
í Bratislava í þeim tilgangi að skoða vatnalífið þar í vatni sem
liggur við ánna Morava.
Ég hef oft verið þar áður og fylgst með fiskum,froskum ,slöngum,
skordýrum og tilheyrandi dýralífi en loksins var ég kominn með
góða myndavél og nú skildi myndað en þegar á staðinn var komið
blasti við mér lítill drullupollur,
.JPG)
Ég ákvað samt sem áður að skoða allavega umhverfið ef eitthvað
líf væri að finna og var þá helst með slöngur og fugla í huga,
Það var fýla í loftinu af rotnandi fiski, froskum og kuðungum,
Það voru aðallega þrjár tegundir af kuðungum sem ég sá í leðjunni
og er einn þeirra rammshorn ( P. corneus) algengur í fiskabúrum
hérlendis
.JPG)
Lymnaea stagnalis 4,5-6,0 cm
.JPG)
Planorbarius corneus 2,5-2,8 cm
.JPG)
Viviparus contectus 3,0-4,0 cm
.JPG)
Loks heyrðist hljóð úr grasinu og ég rann á hljóðið. Stór froskur
stökk á stað og ég hljóp á eftir honum ,eftir smá fortölur ákvað
hann að slappa bara af og leyfa mér að taka af sér myndir
Rana ridibunda
.JPG)
Ekki fann ég fleiri stóra froska þennan dag en nokkrir litlir
komu í leitirnar og þar á meðal þessi
rana tegundir eru svo líkar að oft er erfitt að
giska
.JPG)
Sumir voru rétt komnir upp úr vatni og voru enn með leifar af
hala eftir halakörtu skeiðið, Bufo viridis
.JPG)
Snákaskinn
svona þurrkar koma orðið á
hverju ári og aukast ef eitthvað er