Eðlur í Slovakiu


Mínar fyrstu eðlur í náttúrunni sá ég í norðurhluta Slovakiu upp í Tatry fjöllum
Við vorum að labba um skógi vaxið svæði ég konan og krakkarnir
ég var að skima eftir einhverju myndefni (eins og alltaf)
þegar ég sá eitthvað á steini tvo metra frá göngustígnum, það er ótrúlegt hvað maður getur orðið spenntur þegar maður sér eitthvað sem maður vill taka mynd af en erfitt er að nálgast ég þurfti að labba í gegn um hátt gras og ætlaði aldrei að vera kominn þangað því ég vildi ekki fæla eðlurnar, erfitt var að ná eðlunum í mynd því grasið var alltaf fyrir en loksins var sjónarhornið ásættanlegt og nokkrar myndir voru teknar



Þar sem önnur er mun feitari og liturinn og munstrið aðeins mismunandi gerði ég ráð fyrir að þetta væri sitthvort kynið



Nærmynd af þeirri feitari (Lacerta vivipara )



Þessi var inn í Bratislava á gangstétt (Lacerta viridis )og þar sem ég hef það fyrir reglu að taka myndir fyrst úr fjarska áður en ég reyni að komast í gott færi þá á ég mynd af þessari eðlu ,því þegar ég loks komst nálægt eðlunni og fókusinn var að stillast og meiriháttar mynd var í uppsiglingu þá strunsaði kerling (ég hugsaði ýmislegt verra en “kerling” á þeim tíma ) með barnavagn á milli mín og eðlunar og eðlan hentist í runnana og fannst ekki aftur



Sveppatínsluferð í skógi hljómaði ekki spennandi fyrir mig og son minn en möguleiki á að sjá eðlur sem samkvæmt náttúrulífsbók einni áttu að leita á dauða trjástofna þar sem sólin skini skært voru nægjanleg rök fyrir að fara með og viti menn í fyrsta rjóðrinu sem við komum í fundum við eðlur



Mér fannst þessi alltaf horfa á mig með skrítnum svip (gott að hún var lítil )



Ég komst mjög nálægt sumum og það merkilega var það að þó þær færu í felur komu þær fljótlega aftur upp



Það voru sirka 10-12 eðlur á þessu tré og hafði strákurinn á orði að við hefðum séð eðluhótel í skóginum

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is