2009
Hér eru myndir
af fiskum og vatnadýrum í búrunum hjá
mér
Mars

Neocaridina denticulata red sherry shrimp
3-5 vikur líða vanalega þar til litlu rækjukrílin
fara frá kerlunni

Troðið 240 ltr búr

Pseudotropheus elongatus (Mpanga)
að hrygna, kerlan fyrir aftan komin með nokkur hrogn í
munninn, karlinn hryngdi með annari kerlu í gær
þetta eru munnklekjarar frá Malawi vatni og eftir 3-4
vikur verða seiðin tilbúin til að fara úr
munni kerlunar og sjá um sig sjálf

Corydoras paleatus 3 st í 240 ltr búri, þessi
tegund er frekar einföld í fjölgun og er ég
með 2 karla og eina kerlu sem er gott þegar þær
eru settar af stað að hafa fleiri karla

Ég setti tvo karla og eina kerlu af blond
guppy í nanó búrið ( 16 ltr )
og tvær original gráar kerlingar
þessir fiskar voru í kúlu hjá mér
sem hentar ekki til myndatöku þannig að ég
setti þá í nanó búrið til
að ná myndum og þar litu þeir svo vel út
að ég ákvað að hafa þá bara
áfram í búrinu
.JPG)
16 ltr búr sem er með rækjur og
kuðunga sem íbúa
ég var að færa það þannig að
ég get farið að hugsa um það og gera það
skemmtilegt

Ég er með 4 Anentome helena kuðunga
sem ég fékk nýlega
en þessir kuðungar nærast á öðrum
kuðungum
ég er með tvö búr sem eru full af leiðindar
kuðungum og koma þessir til með að hafa hlaðborð
næstu mánuði

Regnbogafiskarnir fá aðeins að kenna
á mbuna fiskunum sem eru með þeim í 240
ltr búri vegna þrenginga
hér er Melanotaenia herbertaxelrodi með bitinn sporð
en hann vex aftur
2 Dianema longibarbis fiskur sem fer lítið
fyrir og hrygnir á skemmtilegan hátt, þeir gera
loftbóluhreiður við yfirborðið og hrygna
í það
.JPG)
Frontosa kallinn minn hann er einvaldur í
búrinu með 7 dömur
.JPG)
Hér sjást nokkrar kerlur frá
Frontosa
.JPG)
Neolamprologus sexfasciatus gold
Ég er með 2 stk í 400 ltr búri
og hafa þeir verið að hrygna nokkrum sinnum en aldrei
komið seiði. Þeir eru um 12 cm en geta orðið
aðeins stærri
|