Aðeins um mig

Ég er mikill áhugamaður um skrautfiska og því sem þeim fylgir
ég byrjaði í þessu hobbýi í kringum 1977 og hef í gegnum árin átt og ræktað mikið af fiskum ,en fyrir nokkrum árum fór ég að reyna að mynda fiskana og þar opnaðist nýr heimur

annars heillar náttúrann mig í öllu sínu veldi og hef ég gaman af því að skríða um í náttúrunni og leita að þeim kvikindum sem þar felast

vélin sem ég er að nota er Fuji fin pix S602Zoom
hún er með macro stillingu og þess vegna eru margar skordýramyndir á síðunni en macroið hentar líka við tökur úr fiskabúrum

Ég vona að þú hafir gaman af þeim myndum sem eru á síðunni

Kveðja
Guðmundur J. Sigurgeirsson
fiskabur@fiskabur.is


   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is