Cynthia cardui
Þistilfiðrildi

myndir teknar á Íslandi júní 2009


Cynthia cardui kemur hingað reglulega því ég hef nokkur sumur
séð það fljúga framhjá mér


Ég var búin að sjá þeim bregða fyrir víða á suðurnesjum síðustu daga þannig að ég ákvað að finna eitt stykki eða svo


Ég fór í lúpínu breiður við keflavík í von um að finna þessa tegund


Og þar voru þau í massavís


fallegt fiðrildi sem er mikill flakkari í evrópu og berst hingað með vindum


skemmtilegt að geta tekið myndir af fiðrildi með lit á Íslandi


Gífulegur fjöldi var af painted lady eins og bretinn kallar hana í lúpínuni


Ég hef tekið myndir af þessari tegund í Egyptalandi og nokkrar myndir
á ég frá meginlandi Evrópu af þessari tegund en núna loksins frá Íslandi


þau virtust vera að fjölga sér í lúpínunni

Ég sendi fyrirspurn til Erling Ólafsson skordýrafræðing og hann sagði:

Það er nokkuð ljóst að firðildin eru nú á fullu að verpa í lúpínuna, en lirfurnar éta hana eins og jólasteik. Það mun því án efa birtast hér ný kynslóð síðsumars. Hún mun væntanlega gera tilraun til að fljúga suður á bóginn en ekki reyna að lifa af veturinn. Það er eðli haustkynslóðar að færa sig suður. Þó er ólíklegt að þau nái lendingu í Miðjarðarhafslöndum þar sem þau eiga heima á veturna.

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is