Skjaldbökur í náttúrunni

Í evrópu lifa nokkrar tegundir af skjaldbökum
ég hef aðeins séð eitt stykki og það er þessi sem myndirnar eru af


Það er alltaf smá spenna þegar maður sér eitthvað í fyrsta skifti í náttúrunni og spurningin hvort maður nái mynd áður en dýrið hverfur er alltaf til staðar


þessi tegund Trachemys scripta finnst í dag víða í evrópu en hún kemur upprunalega frá suður-ameríku


þessi tegund er vinsæl sem gæludýr og eflaust hefur henni verið sleppt einhvern staðar og hún náð að fjölga sér og nú er hún víða


þetta er kerling um 30 cm á stærð karlinn er minni og með stærri klær á framfótunum


Það tók mig langan tíma að komast nálagt skjaldbökunni ég vildi ekki að hún henti sér í vatnið þannig að ég fór hægt yfir og það var ekki fyrr en ég var kominn frá henni og labbaði eðlilega af stað sem hún henti sér í vatnið og hvarf

 



   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is