Natrix natrix

Algengasti snákurinn sem ég sé í ferðum mínum um mið evrópu
er natrix natrix og er það trúlegast mest vegna þess að einfaldara er að sjá hann syndandi í vatni heldur en þá snáka sem skríða í grasi og laufinu

April 2008
komst ég samt fyrst loksins í myndafæri
ég var búinn að labba í kringum vatn sem er eitt af þremur sem eru í dal inn í Bratislava þar voru körtur á fullu að búa til fleiri körtur og ég var á fullu að taka myndir af því þegar ég sá einn vatnasnák í laufi sem skaust í felur þegar hann sá mig
ég hélt að þeir væru ekki komnir úr dvala og hafði ekki haft augun opin fyrir snákum en núna var ég vel vakandi og gékk hægar en hægt meðfram vatninu


Þar sem ég gekk skref fyri skref hlustandi á öll hljóð þá heyrði ég skrjáf í laufi og þar var vatnasnákur


Hann varð mín var og skreið í burtu


Ég fylgdist spenntur með honum skríða í burtu
( fyrir neðan augað á honum er eggjastrengur frá körtu )


Vanalega stökkva þeir beint í vatnið áður en ég næ mynd en þar sem hitinn var ekki búinn að vera mikill þá var vatnið kalt og snákurinn vildi ekki ofaní kalt vatnið


Þessi hefur verið um 150 cm sem er fullorðinsstærð á þessari tegund


Þótt ég viti að þeir séu ekki eitraðir þá bregður manni smá þegar annar snákur fer af stað og eltir hinn


Og sá þriðji rétt við lappirnar á mér hann var reynda minnstur innan við meter


Tignarleg kvikindi og hér er tungan úti á honum þegar hann snéri við á trénu


Hinn stóri snákurinn skreið að hinum og ég næ mynd af tveim snákum saman


En núna virtust þeir vera búnir að missa þolinmæðina og tungan gekk inn og út um leið og þeir miðuðu mig út og settu sig í stellingar
þeir vildu komast aftur í skjól og ég var fyrir
ég ákvað að láta mig hverfa eins og þriðji snákurinn hafði gert


þótt fókusinn sé ekki alltaf góður á þessum myndum þá er ég mjög ánægður með útkomuna þar sem mikið er um greinar og annað sem vélin vill fókusa á


Og þegar maður stendur einn út í náttúrunni og er að reyna að mynda með snáka rétt við lappirnar þá getur maður ekki horft eins mikið inn í myndavélina eins og maður vildi hehe

þessi tegund finnst víða í evrópu og heldur sig við vötn þeir fara í sólbað við bakkana og hef ég stundum labbað að þeim þar en þeir hafa alltaf náð að synda burt eða fela sig áður en ég næ mynd


   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is