Bufo bufo

þetta vatn er í dal inn í höfuðborg Slóvakiu
þangað safnast saman á vorin körtur frá svæðinu í kring til þess að viðhalda hringrás náttúrunnar


þetta vatn er efsta vatnið í dalnum af þremur


Bufo bufo er karta eins og sögurnar segja að nornir hafi notað í galdraseiði


Kerlingin verður um 18 cm en karlinn er um helmingi minni


hér er par á kafi undir vatni og er mikill litamunur á þessum tveim Liturinn á þessari tegund er mjög breytilegur en liturinn er í græn eða brúnum lit


þeir eru með kirtla sem framleiða vökva sem er mjög vondur á bragðið og hann nota þeir þegar á þá er ráðist og virkar það á flesta óvini þeirra


Það var gaman að læðast að þessum froskum á landi og ná skýrari myndum en maður er vanur þegar þeir eru í vatni
það er kannski eins gott að karlinn sé svona lítill þar sem kerlan burðast með á bakinu


þetta ljósbrúna par hafði ekki áhyggjur af mér og var eins og þeir hefðu fallið í trans


þessir froskar lifa á landi og byrja oft mökunartilburði þar karlinn heldur sér fast á kerlunni og sleppir ekki þótt hún hoppi eða syndi


Bufo bufo kerlan reynir alltaf að hrygna í sama vatn og hún ólst upp í og þar sem þær ferðast um skógarbotninn þá er oft langt að fara á vorinn og oft götur sem þarf að fara yfir og hér við vatnið er umferð bönnuð þær vikur sem hrygningartímabilið er


Hér er karl ofan í vatni við hliðina á eggjaþráðum sem liggja í línum í vatninu


Hér hafa kerlingar synt í hringi í kringum trjágrein


tvö pör á fullu og egg út um allt


Enn eitt hrygnandi par en fyrir framan það er eggjaklasi frá einhverri froskategund af rana ætt


þessi kerla var eitthvað að ruglast og skreið upp úr vatninu í miðri hrygningu og dró á eftir sér hrognin


Stundum eru bara of margir karlar að reyna að finna sér kerlu og berjast þessir um að komast á bak

þessir froskar éta skordýr,lirfur,snígla og orma sem þeir góma með tungunni sem er hálf klístruð einnig éta þeir stærri oft mýs og önnur smádýr



   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is