Grashoppur

Grashoppur og krybbur eru kvikindi sem mér fynnst gaman að reyna að ná mynd af því þær eru varar um sig og stökkva eða fljúga strax í burtu og þeim þykir maður vera kominn of nálagt þannig að oft fer mikill tími í að nálgast eitt kvikindi en þeim mun meiri verður ánægjan þegar myndin tekst það eru um 600 tegundir í Evrópu en yfir 17.000 þekktar tegundir í heiminum.


Þessi var á húsvegg sem er frekar óvenjulegt



Þessi flaug nokkra metra í hvert sinn er ég nálgaðist en loksins tóks mér að læðast ofurhægt og ná einni mynd



Þessi var stór og stæðileg


Góður grænn felubúningur í grasi en ekki í sandi



Oft nær maður að hrekja þær úr gróðrinum og þá er einfaldara að ná mynd



Eftir rigningu þá var þessi róleg og beið eftir að ég tæki upp vélina og tæki mynd

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is