Drekaflugur

Drekaflugur eru rándýr sem lifa á öðrum skordýrum og sérstaklega flugum þær eru meistarar í flugi og geta flogið afturábak og á hlið og verið kjurrar í loftinu þær sjá einstaklega vel og eru varar um sig þannig að oftast er erfitt að komast nærri til að taka mynd. Drekaflugur setja egg sín í vatn og þar klekst út lirfan og er hún mikið rándýr í vatninu og étur allt sem hún ræður við og þar með talin fiskaseiði
Um 100 tegundir eru í Evrópu en yfir 5000 tegundir eru þekktar í heiminum.
Drekaflugur sitja með vængina út til hliðanna en damselflugur setja þær niður með búknum



Þessi drekafluga var í Dóminikanska lýðveldinu og ég var lengi að ná af henni mynd



Þetta er sama flugan og á fyrri mynd en eftir um klukkustundar fyrirsát var ég búinn að koma mér vel fyrir rétt hjá stað þar sem flugan sótti í, ég stillti fókusinn og beið þangað til hún kom aftur og sú bið borgaði sig



Drekafluga í lesnýpark Slóvakiu



Drekafluga við Devin vatn slóvakiu



Gul drekafluga í sólbaði við Devin vatn



6-7cm drekaflugur að viðhalda stofninum



Ég hef oft eytt miklum tíma í að reyna að ná mynd af dreka og damsel flugum og sjaldnast næ ég mynd og til dæmis var ég um klukkustund sumarið 2005 að reyna að ná mynd af drekaflugum sem voru svartar og bláar en það tókst ekki en í staðinn nældi ég mér í óteljandi moskítóbit um allan kroppinn

 

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is