Demantasíkliða

Þetta er falleg síkliða frá Afríku sem getur orðið 15 cm á stærð þótt um 10 cm sé algengast, búkurinn er brúngrænn en verður rauður þegar fiskarnir para sig og undirbúa hrygningu


mismunandi tegundir eru til sem einfalt er að rugla saman, þetta er ein einfaldasta síkliðan til að rækta hún gerir litlar kröfur um um hita og vatnsgæði og hrygnir hvar sem er þó helst á stein eða inn í helli


Þessi hrygna er með mjög lítið blátt í sér og aðeins rauð á helmingi búksins hrognin voru sett inn í blómapott


Karlinn er fyrir utan að vakta svæðið, ef einhver fiskur kemur nálagt ráðast þau á hann með miklum ofsa og ef ekki er nægt rými í búrinu eru miklar líkur á að þau drepi fiskinn


Hrygna að líma egg utan á blómapott


Hængurinn að frjógva eggin


Parið með seiði í sandinum, þau verja seiðin með kjafti og klóm og ráðast á hendina á manni ef maður setur hana í búrið


Stórglæsilegur hængur.


Þessir fiskar eru einfaldir í umgengni og ræktun en ganga ekki með hverju sem er í búri, best er að hafa par sér í búri eða stakan fisk með öðrum síkliðum sem vilja svipað umhverfi

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is