Dimidiochromis compressiceps
23 cm

D. compressiceps kemur úr Malawi vatni í Afríku, þetta er ránfiskur í vatninu sem étur aðra fiska og mun hann éta alla fiska sem eru nógu litlir í fiskabúri en best er að hafa hann með svipuðum fiskum úr Malawi vatni. Þetta er munnklekjari þannig að þegar þeir hrygna þá tekur hrygnan hrognin upp í munninn og sleppir þeim ekki fyrr en seiðin eru orðin sjálfbjarga
D.compressiceps getur orðið um 25cm á lengd en 15-18cm séu algeng stærð í fiskabúrum



Ung hrygna


Hængur að byrja að skifta um liti sem þeir gera þegar þeir verða kynþroska


Hængur að komast í fullorðins búning


Hér er hann orðinn blárri


Hrygna með fullann munninn af seiðum, það sést á pokanum undir munninum


Seiði tekið út úr mömmunni á annari viku en hún er með seiðin í 3-4 vikur áður en hún sleppir sjálf, ef áhugi er á að seiðin komist á legg er best að tæma hrygnuna á þriðju viku og setja seiðin sér


Rúmlega mánaðar gömul seiði, þau eru í sama lit og hrygnan og verða það allt sitt líf nema þau sem verða hængar þau breytast við kynþroskaaldur


Hér sést hængur með opinn munn, hann getur opnað hann ótrúlega mikið og það er ótrúlegt hvað hann getur étið stóra fiska


Fullorðin kerling


Karl kominn á ágætan búning

D. compressiceps er mjög flatur og með framstæðan munn sem gerir hann að öflugum ránfisk, þegar þessir fiskar eru á veiðum þá setja þeir hausinn undir sig og reyna að fela búkinn á sér á bak við hausinn þannig að fórnarlambið sér bara lítinn fisk nálgast og það verður til þess að compressiceps fær oft máltíð án þess að fórnarlambið fái tækifæri á að flýja

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is