Bombina variegata
Þegar lagt er af stað til að finna einhverja
ákveðna tegund af dýrum þarf maður
að vita hvar maður á að leita og hvernig
og í þessu tilfelli var ég búinn
að leita oft að Bombina variegata og Bombina bombina
við ár vötn og læki í Slóvakiu
ég vissi að þessar tegundir væru þarna
en ég vissi bara ekki hvar ég átti að
leita. Eftir að hafa játað mig sigraðan fór
í bókabúð og fann allar upplýsingar
sem mig vantaði B.bombina er á láglendi en
B.variegata heldur sig ofar í landinu ég var staddur
í borg sem er um 800 mtr yfir sjávarmáli
þannig að B. Variegata var hægt að finna
en hvar? Jú bókin sagði að þeir
héldu sig í drullupollum ég bað þýðandan
að endurtaka þetta en eina sem hún sagði
var “drullupollar” og þar með hófst
leitin að drullupollum
Þetta fannst mér vera drullupollur þannig
að ég var lengi að reyna að finna eitthvað
en ekkert sá ég merkilegt.
Þetta er nú alvöru drullupollur en ef að
eitthvað er í þessum þá verð
ég hissa
Ég varð hissa þarna liggur einhver froskur
á ég að trúa þessu ég
reyndi að ná honum en hann hvarf í drulluna.
Ég reyndi að ausa úr pollinum með stóru
laufblaði (eins og á rabbabara ) en drullan var þykk
og lítið gekk en þá skolaði halakörtu
á land.
Loksins náði ég einum á land en þessi
var heldur minni en sá sem ég sá fyrst
Loksins Bombina variegata í hendi (eftir 60mín
baráttu í smápolli )
Ég þurfti að sjálfsögðu að
taka mynd af maganum á honum þar sem
þeir eru flottir á litinn en síðan var
honum sleppt aftur í drullupollinn.
Hér á landi er hægt að fá Bombina
orientalis í gæludýrabúðum
þeir eru með rauðan maga