gullfiskur

Gullfiskur hefur í yfir 1000 ár verið hafður í tjörnum í asíu
um 400 ár í evrópu og rétt yfir 100 ár í ameríku
ef einhver veit hvenær hann kom fyrst hingað til lands þá væri gaman að vita það


þessi brúni er svipaður eins og þeir eru í náttúrunni og oft halda ungir fiskar þessum lit lengi og eru stundum til sölu í búðunum en síðan fá þeir lit seinna


Það þarf ekki svo stóra tjörn undir gullfiska þar sem þeir verða ekki svo stórir en líka er hægt að hafa þá inni í búri en þeir geta þó orðið 30 cm ef vel er um þá hugsað


þetta eru harðgerðir fiskar og frekar einfaldir í umgengni og þar sem þeir vilja ekki mikin hita þá er óþarfi að vera með hitara í búrinu


Hérna er hængur eða karlkyns gullfiskur
þegar karlinn er tilbúinn til hrygninga þá fær hann hvítar bólur fyrir aftan augun og á tálknlokið


Tvílituð kerling


Gullfiska seiði öll ennþá í seiða litnum


Eitt seiði byrjað að fá lit

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is