Zanja honda Uruguay


Lækur við brú, þetta var 5 stoppið þennan daginn og alltaf nóg af fiski lækurinn var tær og hægt að horfa á síkliður með seiði við bakkana en aldrei er veitt þar sem seiðin eru


Það var ágætlega djúpt þarna en síðan rann lækur úr þessu sem sést í efst á myndinni, í raun er þetta eins og hver annar bæjarlækur hér heima nema fullt af flottum fiski


Einmitt þar í læknum lá þessi plegga bolti


Gymnogeophagus "zanja honda " fallegar síkliður sem gaman væri að vera með í búri


Crenicichla saxatilis hrygna sem beit á hjá mér, crenicichlur eru vinsælar víða en lítið hefur verið um þær hérlendis


Crenicichla scottii þessi tegund verður stæðileg, 35-40 cm


Australoheros " Zanja honda " Veiddum þessa týpu víða en alltaf mismunandi útgáfu af henni, mig langar í sumar útgáfurnar og vonandi kem ég mér upp einhverjum pörum í framtíðinni


Tetra sem kom í kastnet, mikið af tetrum í ám og vötnum þarna


Gymnogeophagus " Zanja Honda " setti myndir af 3 hængum hér í greinina, þeir eru aðeins mismunandi þótt þeir komi úr sama læk


Hoplias líklega malabaricus eins og stundum eru fluttir inn hérlendis, það er ekkert mál að vaða umkringdur pírana eða barracuda en í hoplias tilfellum þá gengur maður í stóran hring. því ef hann er með hrogn eða seiði þá ræðst hann til atlögu og eftir að hafa séð myndir af þeim sem fóru of nálagt þá passa ég mig , hef ég ekki áhuga að missa stykki úr mínum löppum


Vatnasnákur sem var í kafi ofan í vatninu, ég fékk bílstjórann til að sækja hann enda er hann með meiri reynslu í að veiða snáka heldur en ég


Lítill og sætur vatnasnákur sem fékk að synda í burtu eftir myndatöku


Barracuda ein af þeim tegundum sem finnast í Úrúgvæ


Gymnogeophagus " Zanja Honda " Stærsti hængurinn sem kom á land


Önnur saxatilis hrygna, flestar crenicichla veiddum við á stöng og oftast voru það hængar svo það var alltaf gaman þegar hrygnur bitu á


Skemmtilegur staður til að veiða á og ekki skemmdi plegginn neitt fyrir, það eru margar plegga tegundir þarna og sumar þeirra eru stórar

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is