Fiðrilda og skordýrasýning

Fiðrilda og skordýrasýning í Patronke Bratislava 26.03.2005
Sýningin opnaði klukkan 8 um morguninn og ég var mættur stundvíslega
Mér til mikillar furðu þá var ég ekki fyrstur og slatti af fólki mætt á svæðið ég hafði aldrei farið á svona sýningu og vissi í raun ekki um hvað þetta snérist en komst að því fljótlega að þarna hittust safnarar til að kaupa og selja fiðrildi og skordýr.


Allir seljendur voru með borð með stútfulla kassa af fiðrildum og sumir með bjöllur og tilheyrandi


Erfitt var að taka myndir vegna flúrljósa í loftinu


Ótrúlegir litir voru á sumum fiðrildunum


Þegar hér var komið var ég farinn að hafa áhuga á að kaupa fiðrildi


Ég keypti tvo litla kassa sem voru til sölu og svo byrjaði hausverkurinn hvað á ég að kaupa? Of mikið úrval


Verðið var frá 50 kr Íslenskum og upp í tugi þúsunda


Þetta var á viðráðanlegu verði innan við 200 kr Íslenskar


Flott skordýr. Þetta var það eina sem var lifandi á sýningunni


Það lítur út eins og laufblað til að felast í skóginum og fer hægt um



Þetta er sniðugt gæludýr sem væri gaman að eiga

ég fer örugglega næst þegar svona sýning verður einhver staðar nálagt mér því þetta var ansi merkilegt allt saman

 

 

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is