Vatnaferð Devin

Síðast er við fórum í vatnið hjá Devin kastala var mikill þurkur og ekkert að sjá þannig að við vorum ánægð með að það hafði rignt vel síðustu daga þegar við gerðum okkur tilbúin til að fara í smá safarí ferð. Við tókum með okkur háfa og myndavél og fjörið hófst



Aðstoðarfólkið mitt Garðar og María gátu ekki beðið og fóru strax að veiða


Ég labbaði upp með vatninu til að sjá gróðurinn og hann lofaði góðu


Landkuðungar á laufi við vatnið


Stórar drekaflugur sem nutu sólarinnar og tilverunnar


Froskalirfur og kuðungar í vatninu


Þessi halakarta var komin með stæðilegar afturlappir


10cm blóðsuga sem lifir á kuðungum fiskum og froskum


Vatnabjalla (Cybister lateralimarginalis) kom í háfinn
þegar hann var dreginn í gegn um gróðurinn


Fyrsta seiðið sem náðist er trúlegast vatnakarpi eða koi


Þessi fiskur var á botninum, lítill en með stóran munn,
gæti verið cottus gobio


Vatnasnákur á fleygiferð, það eru alltaf nokkrir snákar á ferli en erfitt
að taka myndir af þeim því þeir forðast menn


Froskur við vatnið, margir froskar eru við vatnið en oft erfitt
að komast í myndafæri við þá


Glæsilegir litir á þessum froski, ( rana lessonae) 10 cm
Þótt við förum ár eftir ár á þennan stað þá er alltaf eitthvað nýtt að sjá
og maður nær ekki mynd af öllu sem maður vildi td. eru pör af ránfuglum
sem verpa í klettana í kring mjög spennandi viðfangsefni
en myndavélin ræður ekki við fjarlægðina

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is