Bella union Úrúgvæ

Bella union er þjóðgarður sem er með landamæri að
Úrúgvæ, Brasilíu og Argentínu

Hér fórum við í litlar tjarnir sem breytast á hverju ári þegar áin flæðir yfir bakka sína og misjafnt hvaða fiskar ná sér á strik í tjörnunum


Misjafn gróður og misjafnir fiskar og oft bara 2-3 metrar á milli tjarna sem eru frekar grunnar og því einfalt að vaða í þeim með háfa og net


Apistogramma borelli hængur í ótrúlegum litum, hrygnurnar voru fallega gular en ég gleymdi að taka mynd af þeim, einnig gleymdist að taka myndir af A. commbrae sem veiddist líka í magni eins og þessir á sama stað


Gymnogeophagus sp. hi dorsal kom úr frekar brúnni tjörn og voru flestir fiskar þaðan litlausir til að byrja með


Cichlasoma dimerus eina tegund af cichlasoma sem sást í ferðinni


í þessari tjörn voru mest blá blóm og hávaxnari gróður


Mín fyrsta corydoras sem ég veiddi hún kom reyndar úr stærra vatni en fær að vera með


önnur með háan bakugga


Stærstu hnífafiskarnir sem við veiddum komu úr lítilli tjörn, skemmtilegir á litinn og væru vel flottir í fiskabúri


Talsvert öðruvísi en maður er vanur


Þessi tjörn var með mikið af vatnaliljum og gulum blómum


Í svona gróður tjörnum er allt fullt af tetrum af ýmsum gerðum og stærðum


buenos aires tetra, ein af fáum tetrum sem ég fann sem ég þekkti


blátt auga vakti athygli mína svo ég tók mynd en einhverra hluta vegna tók ég fáar myndir af smáfiskum kannski vegna þess að þeir voru oft í svo miklu magni að manni fannst þeir vera of venjulegir


Froskalirfa


Hér er verið að pakka fiskum í kassa sem voru svo sendir heim til Felipe þar sem fiskarnir voru sorteraðir í útiker
og þar biðu þeir svo eftir okkur í lok ferðarinnar

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is