Arroyo macedo Uruguay


Hér var stoppað við smálæk , þarna veiddi ég lítið sem ekkert, held ég hafi verið með sólsting eða ofþornaður svo ég sat mest í skugga og drakk vatn hálf slappur


Ekki var mikið vatn og varla rennsli


En í svona grynningar sækja pör með seiði og ungfiskar sem gaman er að skoða og fylgjast með


Slatti af ungum síkliðum ásamt tetrum


Hængur af Gymnogeophagus


Síkliðu par


Áhugasamir áhorfendur, það er ekki hægt að fara langt án þess að sjá nautgripi enda eru þeir 3 á móti 1 miðað við fólksfjölda


Bílstjórinn fann par af crenicicla með seiði og myndaði grimmt


Aðeins innar var dýpra vatn og þar voru stærri síkliður og þar var ágæt veiði


Gymnogeophagus hængur


Rhea fuglar eru víða á slettunum, stórir og stæðilegir


Ég rölti aðeins upp með læknum og þar rakst ég á lítið vatn
sem var með þennan vatnagróður


Vatnaliljur


Flott drekafluga


Steinarnir á lækjar bakkanum voru margir hverjir mjög flottir





Muna að drekka vatn stöðugt allan dagin sagði leiðangursstjórinn
á hverjum degi í sólinni, en klukkutímar eru fljótir að líða þegar maður er að veiða fiska og skemmta sér svo það vildi stundum gleymast

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is