Aguas blancas


Þar sem Úrúgvæ er meira og minna flatlendi þá er þetta það eina sem ég sá sem kallast gat foss, lítil stífla rétt hjá þeim stað þar sem fararstjórinn býr


Hér er hann og Paul að veiða ancistrus sp. Einn lyftir steini á meðan annar fer með háfinn undir og fylgir steininum upp og ef einhver hangir á steininum þá dettur hún í netið


Hrygna af ancistrus sp.


Hængur, þessar eru ekki ósvipaðar þeim sem fást hérlendis þótt þetta sé ekki sama tegund


Þessi vel vel hængur er vel breiður en á þessum stað voru hængarnir ekki með stóra brúska


Krakkar Felipe og Pedro að dorga á stíflunni


Þetta er síðasta daginn í veiði og ég vel rólegur að mynda allt sem ég sé, vatnaplöntur með klasa af kuðunga hrognum


Í litlum kofa voru þessi flottu leirkrúsir, ég sá engar vespur eða neitt sem tengdist þeim, hefði verið gaman að ná mynd af ábúendum


Maurar í magni


litlir og flottir


Á meðan ég var að rölta um og njóta veðursins þá var Felipe að kasta á fullu í lóninu fyri ofan stíflu


4 Barracuda komu í einu kastinu hjá honum, ekki viss hvaða tegund


Gymnogeophagus ( ex meridionalis )


Gymnogeophagus hængur


Gymnogeophagus


Ein af fáum drekaflugum ferðarinnar sat og naut veðursins


Vel róleg svo ég gat náð mynd að ofan líka


Eina blóðsuga ferðarinnar, ég var mikið búinn að spyrja um þær þannig að þegar ein loksins saug sig fasta á Ken þá kom hann skokkandi langa leið svo ég gæti náð mynd af henni sjúga úr honum blóð, hún var furðu föst þegar hann sleit hana lausa


Gymnogeophagus gymnogenis vel flott síkliða

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is